fbpx

Magn: 12 sneiðar

Tími: 45 mín

Innihald:

Botn:

150 g hnetur (hægt að nota hvaða hnetur sem er, hér voru valhnetur fyrir valinu)
90 g döðlur
80 g kókosmjöl

Fylling:

350 g hráar kasjúhnetur
140 ml vatn
140 ml agave síróp
90 ml kókosolía
30 ml sítrónusafi
1 tsk vanilludropar

Saltkaramella:
1 dós kókosmjólk
1/2 bolli kókospálmasykur
1/2 tsk sjávarsalt
1 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar

Hindberjamauk:
80 g frosin hindber
1 msk kókospálmasykur

Aðferð:

Til að byrja með þurfa kasjúhneturnar að liggja í vatni í um 8-10 klst.

Botn:
Gott er að mýkja döðlurnar í um 10 mín í sjóðandi heitu vatni, þannig tekur það styttri tíma að vinna þær í “deig”. Þegar döðlurnar eru tilbúnar eru þær settar í matvinnsluvél ásamt kókosmjölinu og hnetunum og það unnið þar allt er vel blandað saman. Þessari blöndu er síðan þjappað niður í kringlótt form og síðan sett í frysti/kæli á meðan fyllingin er gerð.

Fylling:
Þegar kasjúhneturnar hafa legið í vatni í um 8-10 klst verða þær mjúkar og auðvelt að vinna þær í blandara. Takið kasjúhneturnar úr vatninu og setjið í blandara ásamt agave sírópi, vatni, bráðinni kókosolíu, sítrónusafa og vanilludropum og vinnið þar til blandan verður silkimjúk. Hellið þessu síðan ofan á botninn og setjið í frysti í a.m.k. 4 klst.

Gott er að taka kökuna úr frystinum u.þ.b. klst áður en hún er borin fram.

Saltkaramella:
Setjið kókosmjólkina, sykurinn og saltið í pott og látið suðuna koma upp. Þetta er látið malla á ágætum hita í um 30-40 mín eða þar til sósan fer að þykkna, gott er að hræra annað slagið í pottinum. Þegar blandan hefur þykknað er olíunni og vanilludropum bætt út í.

Hindberjamauk:
Vinnið hindberjamauk og sykurinn í blandara/matvinnsluvél þar til það orðið að mauki. Einnig er hægt að skipta út kókossykrinum fyrir aðra sætu eða sleppa henni alveg.

Næringargildi í einni sneið:

Orka                             415 kkal
Fita                                   32,7 g
– þar af mettuð                   14 g
Kolvetni                            25,3 g
– þar af sykurtegundir          15 g
Trefjar                                  3,4 g
Prótein                                    8 g


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á