fbpx

Kínóasalat með avókadó, gúrku, tómötum, vorlauk, ólífuolíu, fetaosti,salt og pipar

Magn: 8 skammtar (sem meðlæti)

Undirbúningstími: 2 mín

Heildartími: 17 mín


Innihald:

1 bolli kínóafræ

2 bollar vatn

Salt/kraftur (má sleppa)

 

Aðferð:

Kínóafræin eru fyrst sett í sigti og þau skoluð í 3-4 mínútur undir köldu vatni, þetta er gert til þess að losna við biturt bragð sem er af fræjunum.

1 bolli af kínóa þarf 2 bolla af vatni til að sjóða í, suðan er látin koma upp og síðan látið malla þar til allt vatnið er farið af. Gott er að salta vatnið sem fræin eru soðin í eða jafnvel bæta krafti út í vatnið. Við suðuna eiga þau að springa út og verða mjög létt og mjúk.

Síðan er bara að bæta því grænmeti, kryddi, olíum o.s.frv sem ykkur finnst best.


Næringargildi í 100 g af kínóa:

Orka                             382 kkal
Fita                                      6,1 g
– þar af mettuð                   0,7 g
Kolvetni                            64,2 g
– þar af sykurtegundir          0 g
Trefjar                                   7 g
Prótein                             14,1  g


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á