fbpx

Magn: 10 stykki

Undirbúningstími: 10 mín

Heildartími: 20 mín


Innihald:

220 g döðlur
130 g möndlur með hýði
130 g tröllahafrar
70 g möndlusmjör
80 g agave síróp
60 g trönuber
3 msk fræblanda (chia-, hirsi-, hör- og poppyfræ .. þessi vara er væntanleg!)

Aðferð:

Byrjið á að rista möndlurnar og hafrana á 180°C í um 8-10 mínútur. Á meðan þetta ristast er gott að setja döðlurnar í sjóðandi heitt vatn og leyfa þeim að liggja í um 10 mínútur þannig að auðveldara er að vinna þær.

Þegar möndlurnar hafa fengið að kólna aðeins eru þær skornar gróft niður og síðan eru þær settar í skál ásamt höfrunum, trönuberjunum og 2 msk af fræblöndunni. Á meðan möndlurnar kólna eru döðlurnar teknar úr vatninu og unnar í mauk í matvinnsluvél.

Því næst er agavesírópið og möndlusmjörið hitað örlítið í potti á lágum hita þar til það verður þunnfljótandi. Því er bætt út í skálina ásamt döðlumaukinu.

Blandið þessu öll vel saman og þjappið síðan með skeið í form með bökunarpappír í botninn, kælið svo í um 20-30 mín. Þegar þetta er búið að kólna aðeins í ísskáp (eða frysti) er þetta skorið niður í stangir, hér voru 10 stk gerð en hægt er að hafa bitana bæði stærri og minni, allt eftir hentugleika!


Næringargildi í einni stöng:

Orka                             273 kkal
Fita                                      11,3 g
– þar af mettuð                      1 g
Kolvetni                                50 g
– þar af sykurtegundir     24 g
Trefjar                                  5,6 g
Prótein                                  6,7 g


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á