fbpx

Magn: 12-15 sneiðar
Undirbúningstími: 5 mín
Bökunartími: 30 mín
Heildartími: 35 mín


Innihald:

5 egg
1/3 bolli kókosolía
1/3 bolli rjómi/kókosrjómi
1/2 bolli kókoshveiti
1/2 bolli hörfræ (mulin)
2 tsk erytritol
1+1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1 tsk kanill


Aðferð:

Byrjið á því að þeyta eggin þar til þau verða loftkennd, bætið svo við olíu og rjóma og blandið vel saman. Því næst er kókoshveitinu bætt út í og hörfræjunum. Best er að setja hörfræin í blandara eða matvinnsluvél til þess að gera þau að hálfgerðu mjöli.

Svona eiga hörfræin að líta út

Þessu er öllu blandað saman ásamt erytritoli, lyftidufti, salti og kanil. Deigið er ekki alveg slétt og jafnt en þannig á það að vera. Setjið nú í smurt brauðform og bakið við 170°C í um 30 mínútur.

Himneskt beint úr ofninum með smjöri og osti

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á