Um fyrirtækið

H-Berg ehf. var stofnað í júlí 2007 af Halldóri Berg Jónssyni og fjölskyldu, með það markmið að bjóða persónulega þjónustu á vönduðum og góðum vörum.

Í upphafi var var H-Berg að selja Gólfhjól og Rafskutlur en árið 2009 varð stór viðsnúningur hjá fyrirtækinu og farið var í framleiðslu á súkkulaðihjúpuðum Gráfíkjum og Döðlukúlum.

Framleiðslan hófs fyrir alvöru árið 2010 og fljótlega var byrjað að pakka þurrkuðum ávöxtum og hnetum undir vörumerki H-Berg. Síðan þá hefur vöruúrval H-Bergs aukist jafnt og þétt.

Til gamans má geta þess að Halldór Berg, stofnandi H-Bergs, er frumkvöðull í vélpökkun á Íslandi á þeim vörum sem fyrirtækið pakkar. Einnig stofnaði hann fyrirtækið Hagver árið 1983 og seldi 1990.

Framleiðslan

Í framleiðslunni starfa átta starfsmenn. Þar eru fjórar pökkunar vélar sem sjá um að pakka öllum þeim vörum sem seldar eru í neytendaumbúðum. Til viðbótar eru fullkomnar vélar sem sjá um að framleiða okkar vinsælu H-Berg smjör.

Sérstakt rými er fyrir alla handpökkun þar sem pakkað er í stærri einingar m.a. fyrir matvælafyrirtæki, matsölustaði og stóreldhús.

H-Berg velur alla sína birgja af kostgæfni og allar þær vörur sem fyrirtækið framleiðir og pakkar eru í fyrsta gæðaflokki.

Við erum hér

H-Berg er staðsett í Grandatröð 12, 220 Hafnarfirði.

Sumarið 2019 var byggt við núverandi húsnæði og er H-Berg núna starfandi í rúmlega 800 fm2 framleiðsluhúsnæði.