fbpx

MANGÓ ORKUKÚLUR

Innihald:

150 g hnetur (hér var notuð 50/50 blanda af kasjúhnetum og valhnetum)
160 g þurrkað mangó
80 g döðlur
20 g hamp fræ
30 g kókosmjöl
Smá sjávarsalt
Börkur af hálfu lime (má sleppa)

Aðferð

Byrjið á því að hita ofninn á 150°C og rista hneturnar á bökunarplötu í um 10 mínútur. Á meðan er vatn soðið og hellt bæði yfir mangóið og döðlurnar og því leyft að sitja í um 10 mínútur.

Þegar hneturnar eru búnar að ristast eru þær teknar úr ofninum og settar í matvinnsluvél, vinnið þar til þær verða að fínu mjöli og setjið til hliðar.

Mangóið og döðlurnar fara síðan í matvinnsluvélina og maukað vel (gott að þerra mangóið örlítið með klút). Bætið því næst hnetumjölinu, hamp fræjunum, kókosmjölinu, lime-börknum og saltinu og vinnið þar til allt hefur blandast vel saman.

Búið til kúlur og veltið upp úr kókosmjöli eða hampfræjum. Kúlurnar geymast í um viku í kæli en einnig er hægt að stinga þeim í frystinn og eiga í um mánuð.


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á