fbpx

Undirbúningstími: 10 mín

Heildartími: 60 mín


Þetta heimagerða múslí er eitthvað sem allir verða að prufa!

Innihald:

60 g kókosflögur
90 g kókosolía
80 g agave síróp
1 tsk vanilludropar
4 tsk kanill
2 msk appelsínusafi
400 g hafrar
80 g sólblómafræ
40 g sneiddar möndlur
40 g graskersfræ
80 g gull rúsínur
60 g trönuber

Aðferð:

Byrjum á að stilla ofninn á blástur og 140°C. Á meðan ofninn er að hitna er ágætt að dreifa úr kókosflögunum á bökunarpappír- og plötu og leyfa þeim að ristast í ca 8 mín (fylgjast vel með). Þær eru svo settar til hliðar til að kólna.

Á meðan kókosflögurnar eru að ristast er kókosolían og agavesírópið sett í pott og hitað mjög rólega upp. Þegar olían er bráðin er slökkt undir pottinum og kanill, safi og vanilludropar bætt út í – sett til hliðar.

Í stórri skál eru höfrunum, sólblómafræjunum, möndlunum og graskersfræjunum blandað saman. Hellið síðan öllu úr pottinum yfir og blandið vel saman. Þessu er síðan dreift á plötuna sem kókosflögurnar voru á og inn í ofn í um 45 mín. Gott er að hræra aðeins í blöndunni á um 10 mín fresti þannig að allt ristist jafnt.

Blöndunni er leyft að kólna og síðan eru kókosflögunum, trönuberjunum og rúsínunum bætt út í.

Þetta múslí er guðdómlegt! Gott á jógúrt, ab-mjólk, smoothie-skálina og líka bara eintómt. Um að gera að leika sér með innihaldsefnin og bæta við og taka úr eins og ykkur listir.


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á