Magn: 12 sneiðar
Undirbúningstími: 7 mín
Heildartími: 2,5 klst
Innihald:
1 & 1/2 bolli volgt vatn
2 msk Agave síróp
1/2 tsk sjávarsalt
1 msk þurrger
2 bollar hveiti
1 bolli heilhveiti
1 bolli fræblanda (chia-, hirsi-, hör-, graskers-, sólblóma- og poppyfræ .. þessi vara er væntanleg!)
Aðferð:
Agave síróp og salt er sett út í volgt vatn og leyst upp. Því næst er gerinu stráð yfir og látið bíða í 5 mínútur. Hveitinu, heilhveitinu og fræjunum er því næst bætt út í og allt hrært með sleif. Deigið á að vera frekar blautt. Látið hefast í 2 klst við stofuhita.

Eftir 2 klst á deigið að vera búið að a.m.k. tvöfaldast. Útbúið form með bökunarpappír. Stráið hveiti yfir deigið í skálinni, ýtið því niður meðfram brúnum með sleikju og takið það svo upp með vel af hveiti á höndum þannig að það klístrist ekki við fingur. Mótið það á bökunarpappír án þess að hnoða það eða bæta hveiti við, það á að vera klístrað. Fræblöndunni er síðan stráð yfir og svo inn í ofn við 190°C í 25-30 mínútur.

H-Berg vörur sem notaðar voru:



Recent Comments