fbpx


Magn: 12-15 kúlur

Undirbúningstími: 15-20 mín

Heildartími: 45 mín


Innihald:

100 g heslihnetur
1 msk kakó
1 tsk agave síróp
120 g döðlur
60 g goji ber

Aðferð:

Leggið döðlurnar í bleyti í heitu vatni í um 15-20 mín, einnig má setja þær í kalt vatn og láta þær liggja t.d. yfir nótt eða dag. Takið heslihneturnar og setjið í matvinnsluvél ásamt kakóinu, vinnið þar til þær verða að fínu dufti. Bætið agave sírópinu út í og blandið. Setjið döðlurnar útí og vinnið þar til þetta er orðið að mauki.

Takið matskeið af deiginu og gerið um 12-15 kúlur.

Takið goji berin og setjið í alveg þurra matvinnsluvél. Púlsið þar til þau verða að fíngerðu dufti, passa að gera ekki of mikið því þá fara þau að hitna og verða að mauki.

Takið hverja kúlu og veltið henni upp úr goji duftinu.

Best er að geyma kúlurnar í ísskáp eða frysti. Njótið 🙂


Næringargildi í einni kúlu:

Orka:                            80 kkal
Fita:                                     4,2 g
Kolvetni:                           10,6 g
-þar af sykurtegundir    7,3 g
Trefjar                                 1,5 g
Prótein:                          2 g


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á