fbpx

Þetta bananabrauð hentar hvenær sem er; í morgunmat, í nesti, kvöldsnarl, í útileguna, fyrir æfingu…

Dásamlega hollt og gott, án hvíts sykurs og hveitis og stútfullt af góðri næringu og orku!


Magn: 12 sneiðar

Undirbúningstími: 10 mín

Heildartími: 50 mín


Innihald:

2 egg
2 vel þroskaðir bananar
1/2 dl agave síróp

300 g möndlumjöl
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk sjávarsalt

Val:
50 g af þurrkuðum ávöxtum, hnetum, kókosflögum.. bara það sem hugurinn girnist!

Aðferð:

Byrjum á að þeyta eggin í 2-3 mínútur. Því næst eru bananarnir stappaðir og þeir þeyttir létt út í eggin ásamt agave sírópinu.

Takið aðra skál og blandið þurrefnunum saman. Eggjablöndunni er síðan bætt út í þurrefnin, í tveimur skömmtum, og hrært vel á milli.

Ef þið viljið bæta einhverju í brauðið þá er það hrært í með sleif áður en deigið er sett í form. Hér var suðusúkkulaði notað ásamt valhnetum (50/50).

Bakist við 165°C í 35-40 mín.


Næringargildi í einni sneið (ca. 60 g):

Orka                             222 kkal
Fita                                       16 g
– þar af mettuð                  1,9 g
Kolvetni                            15,3 g
– þar af sykurtegundir     8,4 g
Trefjar                                3,6 g
Prótein                                   7 g


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á