Magn: 24 kökur
Undirbúningstími: 15 mín
Bökunartími: 10-12 mín
Heildartími: 25 mín
Innihald:
155 g smjör
115 g púðursykur
90 g sykur
120 g Herra Hnetusmjör
1 egg
1 tsk matarsódi
160 g hveiti
1/2 tsk sjávarsalt
1 tsk vanilludropar
80 g suðusúkkulaði dropar
50 g hvítir súkkulaði dropar
50 g létt saxaðar pekanhnetur
Aðferð:
Setjið smjör, sykur, púðursykur og Herra hnetusmjör í skál og þeytið þar til létt og ljóst, þetta tekur nokkrar mínútur. Bætið síðan egginu við og þeytið það við í nokkrar mínútur í viðbót.
Öllum þurrefnunum er síðan blandað saman við og síðast vanilludropunum.
Súkkulaði dropunum og léttsöxuðu pekanhnetunum er því næst bætt út í með sleif.
Gerið kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu, passa að hafa nóg pláss á milli þar sem þær fletjast örlítið út við baksturinn. Hér voru 9 smákökur settar á hverja ofnplötu, hver kúla ca matskeið að stærð.
H-Berg vörur sem notaðar voru:
Recent Comments