fbpx

Innihald:

6 kjúklingalæri með beini og skinni
2 egg
250 g möndlumjöl
1 tsk salt
pipar
2 msk smjör


Aðferð:

Hitið pönnu á meðalhita og bræðið helminginn af smjörinu. Útbúið ketó rasp með því að setja möndlumjöl, salt og pipar í skál og blanda saman. Takið svo aðra skál og þeytið eggin létt saman. 
Takið kjúklingabita og veltið fyrst upp úr eggjunum og síðan upp úr raspinum. Skellið svo á heita pönnuna brúnið.
Þegar raspurinn er orðinn fallega gylltur er kjúklingnum raðað í eldfast form, smá smjörklípa sett á hvern og einn bita og inn í ofn í um 30 mínútur á 180°C

Kjúklingurinn kominn úr ofninum

Berið fram með steiktu og/eða fersku grænmeti, sósu og fetaosti.

Guðdómlega bragðgóður, ALVEG eins og djúptsteiktur kjúlli.. nema bara miklu hollari 🙂

H-Berg vörur notaðar í þennan rétt:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á