fbpx

Þessir dásamlegu súkkulaði- og hnetubitar eru tilvaldir til að eiga í frystinum og bjóða upp á þegar óvænta gesti ber að garði.. eða bara grípa í þegar hugurinn girnist! 🙂


Innihald:

160 g möndlur
100 g pekanhnetur
100 g heslihnetur
150 g heslihnetur með Irish Coffee súkkulaði
40 g Ritz kex
300 g suðusúkkulaði
Gróft salt


Aðferð:

Við byrjum á því að setja möndlurnar, heslihneturnar og pekanhneturnar á ofnplötu og ristum þær við 150°C í ca 10-15 mín. Fylgist vel með svo að hneturnar brenni ekki.

Á meðan hneturnar ristast er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Hér var suðusúkkulaði notað en það er um að gera að nota það súkkulaði sem manni þykir best.

Þegar hneturnar eru tilbúnar þá er þeim dreift í eldfast form, hafið bökunarpappír á milli. Næst eru Irish Coffee heslihnetunum og Ritz kexinu raðað ofan á, passa að dreifa öllu jafnt þannig að í hverjum bita fáiði smakk af öllu 🙂

Súkkulaðinu er svo hellt yfir allt. Passið að súkkulaðið dreifist jafnt yfir en passið að hræra ekki of mikið í þessu, þá fer súkkulaðihúðunin af Irish Coffee kúlunum. Setjið síðan smá gróft salt yfir súkkulaðið.

Því næst er þessu skellt í frystinn í um 40-50 mínútur. Skerið í alla vega bita og geymið í góðu íláti í frystinum.

Njótið vel!


H-Berg vörur sem notaðar voru:

Ertu með ábendingu?

endilega hafðu samband á hberg@hberg.is

 

Við erum líka á