Innihald:
JARÐHNETUR, salt (1%)
Hnetusmjör
Uppskriftir & fróðleikur
Fróðleikur
Hnetusmjör til manneldis má rekja alla leið til Inka og Aztekeka í Suður-Ameríku en sú tegund af hnetusmjör var auðvitað mjög frábrugðið þeim framleiðsluvörum sem við þekkjum í dag. Nútíma saga hnetusmjörs byrjaði í Kanada og í raun ekki fyrr en undir í lok 19. aldar þegar efna & lyfjafræðingurinn Marcellus Gilmore Edson var veitt einkaleyfi á hnetusmjöri. Hnetusmjör er fyrst og fremst próteinríkt var í fyrstu ætlað þeim sem ættu í erfiðleikum með að tyggja mat en slíkt var algengt á þessum tíma.
Næringarrík fæða
Í hnetusmjöri má finna ríka uppsprettu (20% eða meira af daglegu gildi) trefja, E-vítamíni, pantóþensýru, fólati, níasíni og B6 vítamíni. Einnig má finna steinefni eins og mangan, magnesíum, fosfór, sink, kopar og natríum (bætt við sem salt við framleiðslu) ásamt þíamíni, ríbóflavíni, járni og kalíum.
Uppskriftir

Geggjað Boost og klárlega okkar uppáhalds skál
Við sitjum ekki á gullinu og viljum því deila með ykkur boost uppskrift sem sló heldur betur í gegn hjá starfsfólki okkar og fjölskyldu.
Lýsing: Ferskleiki með næringaríkri fylling sem skilar þér aukinni orku og vellíðan.
Grunnur: Grísk jógúrt, banani, döðlur, mangó, jarðarber og hnetusmjör.
Toppur: Granóla, kókoskaramell, hnetusmjör og jarðarber og banani
Skammtið eftir smekk ♥