Þegar bakað er án gers er hægt að skipta allt að 100% af hveitinu út. Þar sem möndlumjöl er mjög trefjaríkt drekkur það í sig meiri vökva, allt að tvisvar sinnum meira en aðrar tegundir af hveiti. Verið meðvituð um að þegar bakað er með 100% möndlumjöli festist deigið ekki eins vel saman og með hveiti. Það er því góð hugmynd að bæta bindiefni við eins og til dæmis xantangúmmí. Þetta eykur raka deigsins og gefur því meira bindiefni.

Alltaf þegar notað er hveiti er líka hægt að notað möndlumjöl. Möndlumjöl hegðar sér örlítið öðruvísi en venjulegt hveiti vegna þess að það er glútenlaust. Glúten gerir það mögulegt fyrir gerdeig að hefast þar sem það myndar net af litlum „veggjum“ sem halda gasi föstu í deiginu. Glúten virkar einnig sem bindiefni í deiginu og auðveldar þannig meðhöndlun þess.

Hér eru nokkrar geggjaðar uppskriftir sem þú ættir að prufa

Trefjaríkar lágkolvetna bollur

Innihald:

1 + 1/4 bolli H-Berg Möndlumjöl
5 msk H-Berg psyllium husk
2 tsk lyftiduft
1 tsk sjávarsalt
2 tsk sítrónusafi
1 bolli sjóðandi heitt vatn
1 egg
2 eggjahvítur
3 msk brædd H-Berg kókosolía

Aðferð:

Öllum innihaldsefnunum er blandað saman nema vatni, það er sett seinast út í og öllu hrært vel saman.
Deigið á að vera klístrað og eru bollurnar mótaðar með t.d. skeiðum. Úr einni uppskrift fáðið ca 5-6 bollur.
Einnig er gott að nota deigið sem pizzabotn, mælum með að prófa fyrir næstu föstudagspizzu, en þá er mikilvægt að forbaka botninn í 5-10 mín áður en áleggið er sett á. Bakist við 180°C í um 30 mín (fylgist vel með síðustu mínúturnar)

 Hráefni frá H-Berg

“Djúpsteiktur” ketó kjúklingur

Smakkast alveg eins og djúptsteiktur kjúlli.. nema bara miklu hollari

Innihald:

6 kjúklingalæri með beini og skinni
2 egg
250 g H-Berg Möndlumjöl
1 tsk salt
pipar
2 msk smjör

Aðferð:

Hitið pönnu á meðalhita og bræðið helminginn af smjörinu. Útbúið ketó rasp með því að setja möndlumjöl, salt og pipar í skál og blanda saman. Takið svo aðra skál og þeytið eggin létt saman. Takið kjúklingabita og veltið fyrst upp úr eggjunum og síðan upp úr raspinum. Skellið svo á heita pönnuna brúnið. Þegar raspurinn er orðinn fallega gylltur er kjúklingnum raðað í eldfast form, smá smjörklípa sett á hvern og einn bita og inn í ofn í um 30 mínútur á 180°C. Berið fram með steiktu og/eða fersku grænmeti, sósu og fetaosti.

Hráefni frá H-Berg

Ketó brauð

Magn: 12-15 sneiðar  –  Undirbúningstími: 5 mín  –  Bökunartími: 30 mín  –  Heildartími: 35 mín

Innihald:

5 egg
1/3 bolli H-Berg kókosolía
1/3 bolli rjómi/kókosrjómi
1/2 bolli H-Berg kókoshveiti
1/2 bolli hörfræ (mulin)
2 tsk H-Berg erytritol
1+1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1 tsk kanill

Aðferð:

Byrjið á því að þeyta eggin þar til þau verða loftkennd, bætið svo við olíu og rjóma og blandið vel saman. Því næst er kókoshveitinu bætt út í og hörfræjunum. Best er að setja hörfræin í blandara eða matvinnsluvél til þess að gera þau að hálfgerðu mjöli. Þessu er öllu blandað saman ásamt erytritoli, lyftidufti, salti og kanil. Deigið er ekki alveg slétt og jafnt en þannig á það að vera. Setjið nú í smurt brauðform og bakið við 170°C í um 30 mínútur.

Hráefni frá H-Berg

Möndlumjöl

Innihald og næringagildi

Næringargildi í 100 g:

Orka 2689kJ/650 kkal
Fita 55 g
-Þar af mettuð  4,3 g
Kolvetni 7,2 g
-Þar af sykurtegundir 3,8 g
Trefjar 10 g
Prótein 26,7 g
Salt 0,07 g