H-Berg ehf. var stofnað í júlí 2007 af Halldóri Berg Jónssyni og fjölskyldu, með það markmið að bjóða persónulega þjónustu á vönduðum og góðum vörum. Í byrjun var byrjað að bjóða Golfhjól og Rafskutlur á mjög hagstæðu verði, en árið 2009 var farið út í framleiðslu á súkkulaðihjúpuðum Gráfíkjum og Döðlukúlum. Síðan hafa afurðum stöðugt fjölgað og árið 2011 var byrjað að pakka þurrkuðum ávöxtum og hnetum undir vörumerki H-Berg sem seldar eru í flestum verslunum landsins. Þess má geta að stofnandi H-Berg var frumkvöðull í vélpökkun á Íslandi á þessum vörum og stofnaði fyrirtækið Hagver árið 1983 og seldi 1990. Allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og pakkar eru í fyrsta gæðaflokki.