Döðlur

Döðlur

Döðlur eru ræktaðar víða um heim, þær sem við þekkjum hér á landi koma frá Íran.

Þessi litli ávöxtur er troðfullur af vítamínum og öðrum nauðsynlegum efnum sem líkaminn þarfnast. Þú finnur A-vítamín, B1, E-Vítamín, riboflavin, niacin, fólín sýru, kopar, járn, zink og meira að segja magnesíum.

Döðlur eru góðar fyrir þá sem æfa mikið. Hátt hlutfall af vítamínum og steinefnum virka eins og orku skot á líkamann.

Döðlur eru þekktar fyrir að bjarga þeim sem eiga í erfiðleikum með að hafa hægðir reglulega. Allt sem þú þarft að gera er að taka nokkrar döðlur og leggja þær í vatn yfir nótt og borða þær svo morgunin eftir á fastandi maga..

Þær geta virkað stemmandi á niðurgang því þær eru góðar fyrir meltinguna.

Hátt hlutfall járns sem döðlur innihalda er kraftaverk fyrir þá sem þjást af blóðleysi. Það þarf að neyta þeirra reglulega til að þær geri sitt gagn.


Næringargildi í 100 g:
Orka                  1151 kJ/270 kkal
Fita                                       0,4 g
-Þar af mettuð                    0,03 g
Kolvetni                                 75 g
-Þar af sykurtegundir            63 g
Trefjar                                     8 g
Prótein                                 3,3 g
Salt                                    0,05 g

Innihald
Döðlur, sólblómaolía