Döðlukúlur með kókos og kasjúhnetum

Döðlukúlur með kókos og kasjúhnetum


Magn: 12-15 kúlur

Undirbúningstími: 15-20 mín

Heildartími: 45 mín


Innihald:

100 g döðlur
40 g kasjúsmjör
45 g kasjúhnetur
2 msk kókosmjöl
2 msk kakó

2 msk kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr

Aðferð:

Leggið döðlurnar í bleyti í heitu vatni í u.þ.b 15-20 mínútur. Takið svo upp úr vatninu og setjið í matvinnsluvél og vinnið þar til þær eru orðnar að mauki.

Bætið við kasjúhnetum og kasjúsmöri og að lokum kókosmjöli og kakói og blandið vel saman.

Takið matskeið af deiginu og gerið um 12-15 kúlur og veltið þeim að lokum upp úr kókosmjöli.

Bestar eru kúlurnar beint úr ísskápnum og einstaklega ljúffengar með góðum kaffibolla.


Næringargildi í einni kúlu:

Orka:                            60 kkal
Fita:                                     3,6 g
Kolvetni:                           7,1 g
-þar af sykurtegundir    4,6 g
Trefjar                                 1 g
Prótein:                          1,5 g


H-Berg vörur sem notaðar voru:

0 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.